Þessi yfirlýsing um persónuvernd nær yfir vefsvæði Microsoft, þjónustu og vörur sem safna upplýsingum saman og birta þessa skilmála sem og stuðningsþjónustu vara þeirra sem er ekki á netinu. Hún nær ekki yfir vefsvæði, þjónustu eða vörur Microsoft sem birta ekki eða tengja við þessa yfirlýsingu eða hafa sína eigin yfirlýsingar um persónuvernd.
Vinsamlegast lestu samantektirnar að neðan og veldu "Fá nánari upplýsingar" til að fá frekari upplýsingar um ákveðið efnisatriði. Þú getur einnig valið ákveðna vöru að ofan til að skoða yfirlýsingu um persónuvernd þeirrar vöru. Hugsanlega eru sumar vörur, þjónusta og aðgerðir sem minnst er á í þessari yfirlýsingu ekki fáanlegar á öllum markaðssvæðum. Frekari upplýsingar varðandi skuldbindingu Microsoft til að persónuverndar þinnar má finna á http://www.microsoft.com/privacy.
Flest vefsvæði Microsoft nota "kökur", sem eru litlar textaskrár sem eru settar inn á harða diskinn þinn af vefþjóni. Við notum hugsanlega kökur til að geyma kjörstillingar þínar, til aðstoðar við innskráningu, við veitingu markauglýsinga og til að greina virkni á vefsvæðum.
Við notum einnig vefvita til aðstoðar við afhendingu kaka og til að safna greiningu saman. Slíkt getur hugsanlega átt við vefvita þriðju aðila sem er óheimilt að safna persónulegum upplýsingum þínum saman.
Þú hefur yfir ýmsum verkfærum að ráða til að stjórna kökum og álíka tækni, þar á meðal:
Notkun okkar á kökum
Flest vefsvæði Microsoft nota "kökur", sem eru litlar textaskrár sem eru settar inn á harða diskinn þinn af vefþjóni. Kökur innihalda texta sem vefþjónn á léninu sem gaf út kökuna getur lesið. Sá texti samstendur oft af tölu- og bókstafarunu sem skilgreinir tölvuna þína en getur hugsanlega einnig innihaldið aðrar upplýsingar. Hér er dæmi um texta í köku sem Microsoft kann að koma fyrir á harða diski tölvunnar þegar þú heimsækir eitthvert vefsvæða okkar: E3732CA7E319442F97EA48A170C99801
Við kunnum að nota kökur til að:
Á eftirfarandi lista má sjá nokkrar af þeim kökum sem við notum oft. Listinn er ekki tæmandi en honum er ætlað að gefa mynd af því hvers vegna við notum kökur. Ef þú heimsækir eitt af vefsvæðum okkar gæti það komið fyrir nokkrum eða öllum af eftirfarandi kökum:
Þriðju aðilar geta hugsanlega einnig sett ákveðnar kökur á harða diskinn þinn þegar þú heimsækir Microsoft vefsvæði, fyrir utan þær kökur sem Microsoft kemur fyrir. Í sumum tilfellum er ástæðan sú að við réðum þriðja aðilann til að veita ákveðna þjónustu af okkar hálfu, t.d. greiningu vefsvæðis. Í öðrum tilfellum er ástæðan sú að vefsvæði okkar innihalda efni eða auglýsingar frá þriðju aðilum, t.d. myndbönd, fréttaefni eða auglýsingar sem önnur auglýsingakerfi veita. Þar sem vafri þinn tengist vefsvæðum þessara þriðju aðila til að sækja efni geta þessir þeir komið fyrir eða lesið sínar eigin kökur á harða disk þínum.
Kökustjórnun
Til dæmis, í Internet Explorer 9 geturðu hindrað kökur með því að fylgja eftirfarandi þrepum:
Leiðbeiningar við hindrun kaka í öðru vöfrum má finna á http://www.allaboutcookies.org/manage-cookies/.
Hafðu í huga að ef þú velur að loka á kökur er hugsanlegt að þú getir ekki skráð þig inn eða notað aðra gagnvirka eiginleika á vefsvæðum og þjónustum Microsoft sem reiða sig á kökur og hugsanlega verður ekki hægt framfylgja kjörstillingum fyrir auglýsingar sem eru háðar kökum.
Í Internet Explorer 9 geturðu t.d. eytt kökum með eftirfarandi skrefum:
Leiðbeiningar við eyðingu kaka í öðru vöfrum má finna á http://www.allaboutcookies.org/manage-cookies/.
Hafðu í huga að ef þú velur að eyða kökum verður öllum stillingum og kjörstillingum sem þessar kökur stjórna eytt, þ. á m. kjörstillingum fyrir auglýsingar, og hugsanlega þarf stilla þær upp á nýtt.
Vafrastillingar fyrir "Ekki fylgjast með" og rakningarvörn. Sumir nýir vafrar hafa innlimað "Ekki fylgjast með" aðgerðir. Þegar þessir eiginleikar eru virkir senda þeir oftast merki eða kjörstillingar á það vefsvæði sem þú heimsækir þar sem gefið er til kynna að þú viljir ekki láta rekja notkunarmynstur þitt. Á þessum vefsvæðum (eða í efni þriðja aðila á þessum svæðum) kann að halda áfram virkni sem þú kannski lítur á sem rakningu, jafnvel þótt þú hafir frábeðið þér slíkt, eftir því hvað kemur fram í yfirlýsingu um persónuvernd á viðkomandi svæði.
Í Internet Explorer 9 og 10 innihalda eiginleika sem kallast Rakningarvörn sem aðstoðar þig við að koma í veg fyrir að vefsvæði sem þú heimsækir sendi upplýsingar um heimsóknina til þriðju aðila. Þegar þú bætir við rakningarvarnarlista mun Internet Explorer loka á efni frá þriðju aðilum, þ.m.t. kökur, frá hverju því svæði sem kemur fram í listanum. Með því að takmarka boð til þessara vefsvæða mun Internet Explorer takmarka þær upplýsingar sem þessi vefsvæði þriðju aðila geta safnað um þig. Þegar rakningarvarnarlisti er virkur mun Internet Explorer senda DNT-merki eða kjörstillingar til þeirra vefsvæða sem þú heimsækir. Auk þess er hægt að slökkva og kveikja sérstaklega á DNT í Internet Explorer 10, eftir þörfum. Frekari upplýsingar varðandi Eltivarnarlista og hvar má finna þá má finna á yfirlýsingu Internet Explorer um persónuvernd og Internet Explorer hjálp.
Sjálfstæð auglýsingafyrirtæki geta einnig hugsanlega boðið upp á leiðir til að draga sig út úr að fá ákveðnar auglýsingar ásamt fleiri ítarlegri auglýsingavalkostum. Auglýsingakjörstillingar Microsoft og stjórntæki við að draga sig út úr að fá ákveðnar auglýsingar má til dæmis finna á http://choice.live.com/advertisementchoice/. Vinsamlegast hafið í huga að það að draga sig út úr þýðir ekki að þú hættir að fá auglýsingar eða sjáir færri auglýsingar. Ef slíkt er valið þýðir það að þú munt ekki lengur fá hegðunarmiðaðar markauglýsingar. Auk þess mun það ekki stöðva upplýsingasöfnun okkar þótt þú frábiðjir þér hegðunarmiðaðar auglýsingar. Hins vegar hættum við að búa til eða uppfæra prófíla sem við kunnum að nota við birtingu slíkra auglýsinga.
Notkun vefvita
Vefsíður Microsoft gætu innihaldið rafrænar myndir sem nefndar eru vefvitar ("web beacons" á ensku, stundum nefnt "single-pixle gif"), sem kunna að vera notaðar til að aðstoða við að senda kökur á vefsvæðum okkar og gera okkur kleift að telja notendur sem hafa heimsótt þessar síður og birta þjónustu undir sameiginlegu merki. Við notum hugsanlega vefvita í tölvupóstskeytum okkar til kynningar eða fréttabréfum okkar til að tilgreina hvort skeytið hafi verið opnað og því ráðstafað.
Einnig kunnum við að vinna með öðrum fyrirtækjum sem auglýsa á vefsvæðum Microsoft og koma vefvitum fyrir á vefsvæðum eða í auglýsingum þeirra til að gera okkur kleift að vinna talnagögn um hve oft smellir á auglýsingar á svæði Microsoft sem leiða til innkaupa eða annarra aðgerða á svæði auglýsandans.
Loks geta Microsoft vefsvæði innihaldið vefvita frá þriðju aðilum til aðstoðar við að safna talnagögnum varðandi áhrifamátt kynningarherferða okkar og annarrar virkni á vefsvæði okkar. Vefvitarnir geta hugsanlega gert þriðju aðilum kleift að koma fyrir eða lesa kökur á þinni tölvu. Þriðju aðilum er óheimilt að nota vefvita á vefsvæðum okkar til að safna eða fá aðgang að persónulegum upplýsingum þínum. Þú gætir samt sem áður dregið þig út úr gagnasöfnun eða notkun þessara þriðju aðila greiningarfyrirtækja með því að smella á krækjurnar fyrir hverja eftirfarandi greiningarveitu:
Önnur svipuð tækni
Vefsvæði geta notað aðra tækni til að geyma og lesa gagnaskrár á tölvu þinni fyrir utan hefðbundnar kökur og vefvita. Þetta gæti verið gert til að viðhalda kjörstillingum þínum eða til að bæta hraða þinn og afköst með því að geyma ákveðnar skrár á staðnum. En eins og með hefðbundnar kökur má einnig nota hana til að geyma einkvæmt auðkenni fyrir tölvu þína sem má síðan nota til að fylgjast með hegðun. Þessi tækni nær yfir Local Shared Objects (eða Flash kökur) og Silverlight Application Storage.
Local Shared Objects eða "Flash kökur." Vefsvæði sem nota Adobe Flash tækni gætu notað Local Shared Objects eða "Flash kökur" til að geyma gögn á tölvunni þinni. Athugið að eiginleikinn til að hreinsa Flash kökur gæti ráðist af vafrastillingum þínum fyrir hefðbundnar kökur þar sem þær eru ólíkar eftir því hvaða vafri er notaður. Til að stjórna eða hindra Flash kökur ferðu inn á http://www.macromedia.com/support/documentation/en/flashplayer/help/settings_manager.html.
Silverlight Application Storage. Vefsvæði eða hugbúnaður sem notar Microsoft Silverlight tækni hefur einnig eiginleikann til að geyma gögn með hjálp Silverlight Application Storage. Til að fræðast um hvernig slíkri geymslu er stýrt eða hindruð skaltu fara inn á Silverlight.
Microsoft safnar ýmsum upplýsingum saman til að til að reka og bæta vefsvæði sín og þjónustur og veita þér þá bestu vöru, þjónustu og reynslu sem við getum boðið upp á.
Við söfnum upplýsingum við skráningu þína, innskráningu og notkun vefsvæða okkar og þjónustu. Við fáum einnig stundum upplýsingar frá öðrum fyrirtækjum.
Við söfnum þessum upplýsingum saman á marga vegu. T.d. frá vefeyðublöðum, tækni eins og kökum, vefskráningu og hugbúnaði á tölvu þinni eða öðrum tækjum.
Microsoft safnar ýmsum upplýsingum saman til að til að reka og bæta vefsvæði sín og þjónustur og veita þér þá bestu vöru, þjónustu og reynslu sem við getum boðið upp á. Hluta af þessum upplýsingum veitir þú okkur beint. Hluta af þeim fáum við með því að fylgjast með hvernig þú hefur samskipti við vörur okkar og þjónustu. Hluti af þeim er fáanlegur frá öðrum aðilum sem við sameinum þeim upplýsingum sem við söfnum saman beint. Hvaðan sem upplýsingarnar koma teljum við mikilvægt að umgangast upplýsingarnar með aðgát til að tryggja persónuvernd þína.
Hverjum við söfnum saman:
Hvernig við söfnum saman:
Við notum ýmsar aðferðir og tækni til að safna upplýsingum saman um það hvernig þú notar vefsvæði okkar og þjónustu, eins og:
Microsoft nýtir upplýsingarnar sem við söfnum saman við að reka, bæta og persónusníða vörurnar og þjónustuna sem við bjóðum upp á.
Við gætum einnig hugsanlega notað upplýsingarnar til að hafa samskipti við þig, til dæmis með því að láta þig vita af reiknings- og öryggisuppfærslum þínum.
Við gætum einnig hugsanlega notað upplýsingarnar til að aðstoða við gera auglýsingar auglýsingaþjónustu okkar meira viðeigandi.
Microsoft nýtir upplýsingarnar sem við söfnum saman við að reka, bæta og persónusníða vörurnar og þjónustuna sem við bjóðum upp á. Upplýsingum sem safnað er saman í gegnum eina af þjónustu Microsoft gæti verið samtvinnuð upplýsingum sem safnað er saman í gegnum aðra þjónustu Microsoft til að færa þér mótsagnalausari og persónusniðnari reynslu í samskiptum þínum við okkur. Við bætum hugsanlega við þessar upplýsingarnar frá öðrum fyrirtækjum. Til dæmis er hugsanlegt að við notum þjónustu frá öðrum fyrirtækjum til að aðstoða okkur við að greina almennt landfræðilegt svæði út frá IP-tölu þinni svo hægt sé að sérsníða tiltekna þjónustu að landsvæði þínu.
Við gætum einnig notað upplýsingarnar til að hafa samskipti við þig. Til dæmis við að láta þig vita þegar áskrift þín er að enda, þegar öryggisuppfærslur eru fáanlegar eða láta þig vita þegar þú þarft að grípa til aðgerða til að halda reikningi þínum virkum.
Microsoft veitir mörg vefsvæði okkar og þjónustu ókeypis því hún er styrkt af auglýsingum. Til að þessi þjónusta sé í boði víða er upplýsingunum sem við söfnum saman nýttar við að bæta auglýsingarnar sem þú sérð með því að gera þær meira viðeigandi fyrir þig.
Við munum ekki afhjúpa persónulegar upplýsingar þína til handa þriðja aðila án leyfis þíns nema í tilfellum eins og lýst er í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.
Vinsamlegast sjá Aðrar mikilvægar upplýsingar um persónuvernd fyrir nánari upplýsingar um tilfelli þegar við gætum afhjúpað upplýsingar, þar á meðal við systurfyrirtæki Microsoft og söluaðila, þegar slíkt er lagalega nauðsynlegt eða til að svara lögfræðilegri meðferð, til að berjast gegn svikastarfsemi eða vernda hagsmuni þína eða til að vernda líf.
Smelltu hérna til að fá nánari upplýsingar um samnýtingu eða afhjúpun persónulegra upplýsinga:
Sum þjónusta Microsoft gefur þér möguleika á að skoða eða breyta persónulegum upplýsingum þínum á netinu. Til þess að koma í veg fyrir að persónuupplýsingar þínar séu aðgengilegar öðrum, er þess fyrst krafist að þú skráir þig inn. Aðferðirnar við að fá aðgang að persónulegum upplýsingum þínum eru háðar þeim vefsvæðum eða þjónustu sem þú hefur notað.
Microsoft.com - Þú getur nálgast og uppfært snið þitt á microsoft.com með því að fara á Microsoft.com Profile Center (á ensku).
Microsoft innheimtu- og reikningsþjónusta - Ef þú ert með Microsoft innheimtureikning geturðu bætt við eða uppfært upplýsingar þínar á innheimtuvefsvæði Microsoft með því að smella á tenglana „Personal Information“ (persónuupplýsingar) eða „Billing Information“ (innheimtuupplýsingar).
Microsoft Connect - Ef þú ert skráður notandi Microsoft Connect geturðu opnað og breytt persónulegum upplýsingum þínum með því að smella á Manage Your Connect Profile (á ensku) á vefsvæði Microsoft Connect.
Windows Live - Ef þú hefur notað Windows Live þjónustuna geturðu uppfært upplýsingar í sniðinu þínu, breytt aðgangsorði, skoðað einkvæma auðkennið sem tengt er skilríkjum þínum eða lokað tilteknum reikningum með því að fara á reikningsþjónustu (á ensku) Windows Live.
Windows Live almennt snið- Ef þú hefur búið til almennt snið á Windows Life geturðu einnig breytt eða eytt upplýsingum úr almenna sniðinu þínu með því að fara á Windows Live sniðmynd (á ensku).
Search advertising - Ef þú kaupir search advertising leitarorðaauglýsingu geturðu farið yfir og breytt persónulegum upplýsingum þínum á vefsvæði Microsoft adCenter (á ensku).
Áætlun Microsoft fyrir samstarfsaðila - Ef þú ert skráð/ur í áætlun Microsoft fyrir samstarfsaðila geturðu skoðað og breytt sniði þínu með því að smella á Manage Your Account (á ensku) á vefsvæði áætlunar fyrir samstarfsaðila.
Xbox - Ef þú ert Xbox LIVE eða Xbox.com notandi, getur þú skoðað eða breytt persónuupplýsingum þínum, þar með talið innheimtu- og reikningsupplýsingum, friðhelgisstillingum, öryggisstillingum á netinu og óskir um deilingu gagna með því að fara inn í My Xbox eða inn í Xbox 360 stjórnborðinu eða á Xbox.com vefsvæðinu. Til að skoða reikningsupplýsingar veldu My Xbox, Reikningar. Til að breytta öðrum stillingum persónuupplýsinga, veldu My Xbox, Profile síðan öryggisstillingar á netinu.
Zune - Ef þú ert með Zune reikning eða Zune Pass áskrift, getur þú skoðað og breytt persónuupplýsingum þínum á Zune.net (skráðu þig inn, fáðu aðgang að Zune tagi síðan My Account eða í gegnum Zune hugbúnaðinn, (skráðu þig inn, fáðu aðgang að Zune tagi, veldu síðan Zune.net profile.)"
Ef þú færð ekki aðgang að persónulegum gögnum sem safnað hefur verið á vefsvæðum Microsoft eða af þjónustunni gegnum tenglana hér að ofan, geta þessi vefsvæði og þjónustur veitt þér aðra möguleika á að fá aðgang að gögnum þínum. Þú haft samband við Microsoft með því að nota vefeyðublaðið. Við munum svara fyrirspurn þinni varðandi aðgang eða eyðingar persónulegra upplýsinga þinnan innan 30 daga.
Þegar Microsoft vefsvæði safnar upplýsingum um aldur og notendur gefa upp að þeir séu yngri en 13 ára útilokar vefsvæðið slíka notendur frá því að veita persónulegar upplýsingar eða leitar eftir samþykki foreldra áður en þau geta nýtt sér það.
Þegar samþykki er veitt er reikningur barns meðhöndlaður á sama máta og aðrir reikningar. Það á einnig við heimild til samskipta við aðra notendur.
Foreldrar geta breytt eða afturkallað samþykki eins og lýst er í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.
Þegar Microsoft vefsvæði safnar upplýsingum um aldur og notendur gefa upp að þeir séu yngri en 13 ára útilokar vefsvæðið slíka notendur frá því að veita persónulegar upplýsingar eða leitar eftir samþykki foreldra áður en þau geta nýtt sér það. Við biðjum ekki börn undir 13 ára aldri vísvitandi um að leggja til meiri upplýsingar en nauðsynlegar eru til að veita þjónustuna.
Þegar samþykki er veitt er reikningur barns meðhöndlaður á sama máta og aðrir reikningar. Barnið hefur aðgang að samskiptaþjónustu fyrir almenna notendur eins og tölvupóst, spjall og hópa á netinu og barnið þitt getur því átt í samskiptum við aðra notendur á öllum aldri.
Foreldrar geta breytt eða afturkallað áður gefið samþykki sitt og endurskoðað eða breytt persónulegum upplýsingum barnsins eða óskað eftir að þeim verði eytt. Til dæmis á Windows Live geta foreldrar farið Parental Permissions (foreldraheimild).
Flestar auglýsingar á netinu á vefsvæðum Microsoft eru birtar af Microsoft Advertising. Þegar við birtum þér auglýsingar á netinu setjum við eina eða fleiri varanlega köku í tölvuna til að geta borið kennsl á hana í hvert skipti sem við birtum þér auglýsingu. Smám saman söfnum við saman upplýsingum frá vefsvæðum sem við miðlum auglýsingum eða notum upplýsingar til að bjóða upp á meira viðeigandi auglýsingar.
Þú getur valið að fá ekki sendar markauglýsingar frá Microsoft Advertising með því að heimsækja útskráningarvefsíðuna okkar.
Mörg vefsvæði okkar og þjónusta á netinu er studd af auglýsendum.
Flestar auglýsingar á netinu á vefsvæðum Microsoft eru birtar af Microsoft Advertising. Þegar við birtum þér auglýsingar á netinu setjum við eina eða fleiri varanlega köku í tölvuna til að geta borið kennsl á hana í hvert skipti sem við birtum þér auglýsingu. Af því að við bjóðum upp á auglýsingar á vefsvæðum okkar svo og auglýsingar samstarfsaðila okkar, getum við safnað upplýsingum smám saman um þær tegundir vefsíðna, innihald og auglýsingar sem þú, eða aðrir sem eru að nota tölvu þína, heimsóttu eða skoðuðu. Þessar upplýsingar eru notaðar í margvíslegum tilgangi, til dæmis, hjálpa þær okkur við að tryggja að þú sjáir ekki alltaf sömu auglýsingarnar aftur og aftur. Við notum þessar upplýsingar einnig aðstoða við að velja og birta markauglýsingar sem við teljum að geti verið áhugaverðar fyrir þig.
Þú getur valið að fá ekki sendar markauglýsingar frá Microsoft Advertising með því að heimsækja útskráningarvefsíðuna okkar. Til að fá nánari upplýsingar um hvernig Microsoft Advertising safnar og notar upplýsingar, vinsamlegast sjá Microsoft Advertising Privacy Statement.
Við leyfum einnig auglýsingafyrirtækjum þriðja aðila, þar með töldum öðrum auglýsingakerfum, að birta auglýsingar á vefsvæðum okkar. Í sumum tilvikum, geta þessir þriðju aðilar einnig sett kökur inn í tölvur ykkar. Þessi fyrirtæki eru sem stendur: 24/7 Real Media, adblade, AdConion, AdFusion, Advertising.com, AppNexus, Bane Media, Brand.net, CasaleMedia, Collective Media, InMobi, Interclick, Jumptap, Millennial Media, nugg.adAG, Mobclix, Mojiva, SpecificMedia, Tribal Fusion, ValueClick, Where.com, Yahoo!, YuMe, Zumobi. Þessi fyrirtæki bjóða þér hugsanlega að vera ekki með í auglýsingamiðun sem byggð er á kökum þeirra. Þú gætir fundið frekari upplýsingar með því að smella á heiti fyrirtækjanna og fylgja tenglunum til vefsvæða hvers fyrirtækis. Mörg fyrirtækjanna eru einnig þátttakendur í Network Advertising Initiative eða Digital Advertising Alliance, en bæði samtökin bjóða upp á einfalda leið til að skrá sig út úr markauglýsingum frá þeim fyrirtækjum sem taka þátt.
Þú getur stöðvað sendingu á kynningum í tölvupósti frá vefsvæðum og þjónustum Microsoft með því að fylgja tilteknum fyrirmælum í tölvupóstinum sem berst þér. Eftir því hvaða þjónusta er í boði, getur þú einnig átt þann valkost að velja hvort kynningar í tölvupósti, símtöl og venjulegur póstur frá tilteknum vefsvæðum eða þjónustum Microsoft berist þér.
Ef þú færð kynningartölvupóst frá okkur og vilt hætta að fá slíka í framtíðinni má framkvæma það með því að fylgja leiðbeiningunum í þeim pósti.
Eftir því hvaða þjónusta er í boði, getur þú einnig átt þann valkost að velja hvort kynningar í tölvupósti, símtöl og venjulegur póstur frá tilteknum vefsvæðum eða þjónustum Microsoft berast þér með því að fara á og skrá þig inn á eftirfarandi síður:
Þessir valkostir eiga ekki við um birtingu auglýsinga á netinu: vinsamlegast sjá kaflann "Display of Advertising (Útskráning)" til að fá upplýsingar um þetta mál. Þeir eiga ekki heldur við um móttöku skyldubundinna þjónustutilkynninga sem teljast vera hluti af tiltekinni þjónustu Microsoft, sem geta borist þér reglulega nema þú afturkallir þjónustuna.
Microsoft reikningur (áður kallað Windows Live ID og Microsoft Passport) er þjónusta sem gerir kleift að skrá þig inn á flest vefsvæði og þjónustu Microsoft, auk sérvalinna samstarfsaðila Microsoft. Við biðjum þig um að leggja til ákveðnar upplýsingar er þú býrð til Microsoft reikning. Þegar þú notar Microsoft reikning þinn til innskráningar á vefsvæði eða þjónustu sækjum við ákveðnar upplýsingar til að staðfesta auðkenni þitt fyrir hönd vefsvæðisins eða þjónustunnar, til að hjálpa þér að verja tölvuna gegn óprúttinni notkun á reikningnum og til að tryggja skilvirkni og öryggi þjónustunnar. Tilteknum upplýsingum verður deilt með vefsvæðum og þjónustum sem þú skráir þinn inn á með eigin Windows reikningi.
Vinsamlegast veldu Fá nánari upplýsingar til að skoða frekari upplýsingar um Microsoft reikning, þ.á.m. hvernig maður býr til að notar Microsoft reikning, hvernig maður breytir reikningsupplýsingum og hvernig maður safnar saman og notar upplýsingar í tengslum við Microsoft reikning.
Microsoft reikningur (áður kallað Windows Live ID og Microsoft Passport) er þjónusta sem gerir kleift að skrá þig inn á flest vefsvæði og þjónustu Microsoft, auk sérvalinna samstarfsaðila Microsoft. Þetta á við vörur, vefsvæði og þjónustu eins og eftirfarandi:
Stofnun Microsoft reiknings.
Þú getur stofnað Microsoft reikning hérna með því að gefa netfang upp, aðgangsorð og aðrar „reikningssannanir“, eins og annað netfang, símanúmer og leynispurningu og svar. Við munum nota „reikningssannanir“ einungis í öryggisskyni. T.d. til að sannreyna auðkenni þitt ef til þess kæmi að þú kæmist ekki inn í Microsoft reikning þinn og þyrftir aðstoð eða til að endurstilla lykilorð þitt ef þú kemst ekki inn í netfang þitt sem tengt er við Microsoft reikning þinn. Í sumum tilvikum hefur þjónustan hærra öryggisviðmið og þegar sú er raunin þarf mögulega að búa til einn öryggislykil til viðbótar. Netfangið og aðgangsorðið sem þú notar við skráningu fyrir Microsoft reikning þinn eru „skilríki“ þín sem þú munt nota til að staðfesta þig gagnvart netkerfi okkar. Að auki verður þér úthlutað 64 bita einkvæmu auðkennisnúmeri sem er tengt við skilríkin og er notað til að auðkenna skilríkin og tengdar upplýsingar.
Þegar þú stofnar Microsoft reikning biðjum við þig um að reiða fram eftirfarandi lýðfræðilegar upplýsingar: kyn, land, fæðingardagur og póstnúmer. Við gætum hugsanlega notað fæðingardag til að gæta þess að börn fá leyfi frá foreldri eða forráðamanni til að nota Microsoft reikning eins og staðbundin lög gera ráð fyrir. Þessar lýðfræðilegar upplýsingar eru einnig notaðar af auglýsingakerfi okkar á netinu til að færa þér persónusniðnar auglýsingar varðandi þær vörur og þjónustu sem þú gætir talið gagnlegar. Auglýsingakerfi okkar fá samt aldrei nafn þitt og tengiliðaupplýsingar. Auglýsingakerfi okkar innihalda ekki eða nota ekki neinar upplýsingar sem má persónulega eða tilgreina þig beint (upplýsingar eins og nafn þitt, netfang og símanúmer). Ef þú kýst ekki að fá persónusniðnar auglýsingar geturðu skráð kjörstillingu þína varðandi Microsoft reikning þinn á þessari síðu þannig að auglýsingakerfi okkar beri ekki fram persónusniðnar auglýsingar þínar þegar þú skráir þig inn á vefsvæði eða þjónustu með Microsoft reikningi þínum Til að fá nánari upplýsingar um hvernig Microsoft notar upplýsingar við auglýsingastarfsemi, vinsamlegast sjá yfirlýsing Microsoft Advertising um persónuvernd.
Þú getur notað netfang frá Microsoft (eins og slík sem enda á live.com, hotmail.com eða msn.com) eða netfang frá þriðja aðila (eins og þau sem enda á gmail.com eða yahoo.com) þegar þú stofnar Microsoft reikning þinn.
Við stofnun Microsoft reiknings sendum við þér tölvupóst og biðjum þig að sannvotta að þú sért eigandi netfangsins sem tengt er við Microsoft reikning þinn. Þetta er hannað til að sannvotta að netfangið sé gilt og til að koma í veg fyrir að netföng séu notuð án heimildar eigenda þeirra. Upp frá því munum við nota netfangið til að senda þér skilaboð varðandi notkun Microsoft vara og þjónustu. Við gætum einnig sent þér kynningartölvupósta varðandi Microsoft vörur og þjónustu eins og lög gera ráð fyrir. Frekari upplýsingar um stjórn á móttöku kynningarskilaboða, vinsamlegast sjá Samskipti.
Ef þú reynir að skrá þig fyrir Microsoft reikningi og kemst að því að einhver annar hefur þegar búið til skilríki þar sem tölvupóstfang þitt er notandanafnið máttu hafa samband við okkur og senda inn beiðni þess efnis að skilríkjunum sem nota tölvupóstfang þitt verði breytt, þannig að þú getir notað nettfang þitt þegar þú býrð til skilríkin.
Innskráning inn á hugbúnað, vefsvæði eða þjónustu með Microsoft reikningi þínum.
Þegar þú notar Microsoft reikning þinn til innskráningar á vefsvæði eða þjónustu sækjum við ákveðnar upplýsingar til að staðfesta auðkenni þitt fyrir hönd vefsvæðisins eða þjónustunnar, til að hjálpa þér að verja tölvuna gegn óprúttinni notkun á reikningnum og til að tryggja skilvirkni og öryggi þjónustunnar. Microsoft reikningsþjónustan fær til dæmis og skráir skilríki þín og aðrar upplýsingar þegar þú skráir þig inn, eins og 64 einkvæma auðkennisnúmerið sem er tengt við skilríkin, IP-tölu þína, útgáfu vafra þíns og tíma- og dagsetningu. Ef þú notar einnig Microsoft reikning þinn til að skrá þig inn á tæki eða hugbúnað sem er uppsettur í tæki er handahófskenndu einkvæmu auðkennisnúmeri tengt við tækið. Þetta handahófskennda einkvæma auðkennisnúmer verður sent sem hluti af skilríkjum þínum til Microsoft reikningsþjónustunnar þegar þú síðan skráir þig inn á vefsvæði eða þjónustu með Microsoft reikningi þínum. Reikningsþjónusta Microsoft sendir eftirfarandi upplýsingar til vefsvæðisins eða þjónustunnar sem þú ert skráð/ur inn á: einkvæmt auðkennisnúmer sem heimilar vefsvæðinu eða þjónustunni til að ákvarða hvort þú sért sami einstaklingur sem skráði sig inn síðast, útgáfunúmerið sem reikningi þínum er gefið (nýju númeri er úthlutað í hvert sinn sem þú breytir innskráningarupplýsingum þínum), hvort netfang þitt hafi verið staðfest og hvort reikningur þinn hafi verið afvirkjaður.
Sum vefsvæði þriðju aðila og þjónusta sem heimilar innskráningu þína með Microsoft reikningi þínum útheimtir krefsts netfangs þíns til að bjóða upp á þjónustu sína. Þegar þú skráir þig inn, í þeim tilfellum, mun Microsoft veita þér netfang en ekki lykilorð þitt að vefsvæðinu eða þjónustunni. Ef þú hefur aftur á móti stofnað skilríki þín á vefsvæðinu eða þjónustunni gæti það haft takmarkaðan aðgang að upplýsingum í tengslum við skilríki þín til að aðstoða þig við endurstillingu lykilorðs þín eða við veitingu annarrar stuðningsþjónustu.
Ef þú fékkst reikning frá þriðja aðila, eins og skóla, fyrirtæki, eða Internet-þjónustuveitu, eða stýrði léni, gæti sá þriðji aðili haft réttindi yfir reikningi þínum, þar á meðal eiginleikann til að endurstilla lykilorð þitt, skoða notkun reiknings þíns eða sniðgögn, lesa eða geyma efni á reikningi þínum og fresta eða eyða reikningi þínum. Í slíkum tilfellum ertu háð/ur þjónustusamningi Microsoft og öðrum notkunarskilmálum frá þeim þriðja aðila. Ef þú ert stjórnandi léns og hefur veitt notendum þínum Microsoft reikninga ertu ábyrg/ur fyrir allri starfsemi sem fer fram á þeim reikningum.
Athugaðu að vefsvæði og þjónustur sem heimila þér að skrá þig inn með Microsoft reikningi þínum geta notað eða deilt netfanginu eða öðrum persónulegum upplýsingum sem þú lætur þeim í té, eins og tekið er fram í yfirlýsingum þeirra um persónuvernd. Þær geta samt sem áður aðeins samnýtt einkvæma auðkennisnúmerið sem veitt er af reikningsþjónustu Microsoft með þriðju aðilum til að framkvæma þjónustu eða færslu sem þú hefur beðið um. Öll vefsvæði og þjónustur sem nota Microsoft reikning eru krafin um opinbera yfirlýsingu um persónuvernd, en við hvorki stýrum né fylgjumst með vinnubrögðum slíkra vefsvæða hvað persónuvernd varðar og vinnubrögð þeirra varðandi persónuvernd eru mismunandi. Þú ættir að lesa vandlega yfirlýsingar um persónuvernd frá öllum vefsvæðum sem þú skráir þig inn á til að sjá hvernig hvert vefsvæði eða þjónusta notar upplýsingarnar sem þar eru skráðar.
Þú getur fengið aðgang að persónulegum upplýsingum þínum með því að fara á reikningur. Þú getur breytt notandanafni þínu ef Microsoft reikningur þinn tilheyrir ekki stýrðu léni. Þú getur alltaf breytt lykilorðinu þínu, netfanginu, símanúmeri og leynispurningu og -svari. Einnig geturðu lokað Microsoft reikningi þínum með því að fara á reikningur, og síðan „Loka reikningnum mínum.“ Ef reikningurinn er á „stýrðu léni“ eins og lýst var hér á undan gæti verið til sérstakt ferli við að loka reikningnum. Athugaðu að ef þú ert notandi MSN eða Windows Live og ferð á reikning verðurðu mögulega framsend/ur í reikning fyrir þau vefsvæði.
Nánari upplýsingar um Microsoft reikning er að finna á Reikningsvefsvæði Microsoft.
Frekari upplýsingar um
Hér fyrir neðan má finna frekari upplýsingar um persónuvernd sem verið getur að þér finnist mikilvægar (eða ekki). Flest af þessu lýsir almennu verklagi sem við viljum að þú vitir af en teljum ekki að nauðsynlegt sé að undirstrika í öllum yfirlýsingum okkar um persónuvernd. Stundum erum við bara að benda á hið augljósa (við birtum t.d. upplýsingar þegar lög krefjast þess) en lögfræðingar okkar vilja að við tökum þetta samt fram. Hafðu í huga að þessar upplýsingar lýsa ekki verklagi okkar í heild sinni. Þetta kemur allt aukalega við aðrar og ítarlegri upplýsingar sem koma fram í yfirlýsingum um persónuvernd fyrir sérhverja vöru og þjónustu frá Microsoft sem þú notar.
Á þessari síðu:
Miðlun eða birting persónuupplýsinga
Auk miðlunar sem lýst er í yfirlýsingunni um persónuvernd fyrir þá vöru eða þjónustu sem þú notar má vera að Microsoft miðli eða birti persónuupplýsingar:
Við gætum einnig miðlað eða birt persónuupplýsingar, þ. á m. efni samskipta þinna:
Athugaðu að vefsvæði okkar geta innihaldið tengla á vefsvæði þriðju aðila þar sem yfirlýsingar um persónuvernd geta verið ólíkar þeim hjá Microsoft. Ef þú gefur upp persónuupplýsingar á öðrum svæðum lúta þær upplýsingar yfirlýsingum um persónuvernd á þeim svæðum. Við hvetjum þig til að skoða yfirlýsingu um persónuvernd á þeim vefsvæðum sem þú heimsækir.
Öryggi persónuupplýsinga
Microsoft skuldbindur sig til að tryggja öryggi persónuupplýsinga þinna. Við notum ýmiss konar öryggistækni og ferli til að verja persónulegar upplýsingar þínar gegn óheimilum aðgangi, notkun eða birtingu. Til dæmis geymum við þær persónuupplýsingar sem þú gefur upp á tölvukerfum með takmörkuðum aðgangi á vörðum stöðum. Þegar við sendum trúnaðarupplýsingar (eins og greiðslukortanúmer eða aðgangsorð) yfir internetið verjum við þær með dulkóðun, svo sem Secure Socket Layer (SSL).
Ef aðgangsorð er notað til að verja reikningana þína og persónulegar upplýsingar þínar er það á þína ábyrgð að halda aðgangsorðinu leyndu. Ekki deila því með öðrum. Ef þú notar tölvuna með öðrum ættirðu alltaf að skrá þig út áður en farið er af vefsvæði eða úr þjónustu til að næsti notandi hafi ekki aðgang að upplýsingunum þínum.
Geymsla og vinnsla upplýsinga
Persónuupplýsingar sem safnað er á vefsvæðum og í þjónustum Microsoft kunna að vera geymdar og meðhöndlaðar í Bandaríkjunum eða einhverju öðru landi þar sem Microsoft eða systurfyrirtæki, dótturfyrirtæki eða þjónustuveitur þess eru með starfsstöðvar. Microsoft starfar samkvæmt regluverki bandaríska viðskiptaráðuneytisins um örugga höfn varðandi söfnun, notkun og varðveislu gagna frá Evrópusambandinu, Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss. Til að fá frekari upplýsingar um örugga höfn og til að skoða vottun okkar skaltu fara á http://www.export.gov/safeharbor/.
Vegna þátttöku Microsoft í rammaáætlun um örugga höfn (e. Safe Harbor) leitum við til TRUSTe þegar leysa þarf úr ágreiningi sem upp kemur vegna reglna okkar og aðferða. Ef þú vilt hafa samband við TRUSTe skaltu fara á https://feedback-form.truste.com/watchdog/request.
Microsoft geymir persónuupplýsingar þínar af ýmsum ástæðum, svo sem til að lúta lagalegum skyldum, leysa úr deilum og framfylgja samningum, og eins lengi og þörf er á til að veita þjónustuna. Til að kynna þér hvernig þú færð aðgang að persónulegum upplýsingum þínum skaltu fara á Aðgangur að upplýsingum þínum.
Breytingar á yfirlýsingum um persónuvernd
Við munum uppfæra yfirlýsingu okkar um persónuvernd af og til í samræmi við ábendingar viðskiptavina og breytingar á þjónustunni. Þegar við færum inn breytingar á yfirlýsingu breytum við dagsetningunni "síðast uppfært" efst í yfirlýsingunni. Ef efnislegar breytingar eru gerðar á yfirlýsingunni eða á því hvernig Microsoft fer með persónuupplýsingar þínar tilkynnum við þér það annaðhvort með því að birta tilkynningu um slíkar breytingar áður en þær taka gildi eða með því að senda tilkynninguna beint til þín. Við hvetjum þig til að skoða yfirlýsingarnar um persónuvernd reglulega fyrir þær vörur og þjónustur sem þú notar til að sjá hvernig Microsoft verndar upplýsingar þínar.
Hvernig skal hafa samband við okkur
Microsoft Privacy, Microsoft Corporation, One Microsoft Way, Redmond, Washington 98052 USA
Ef þú þarft að finna dótturfyrirtæki Microsoft á þínu svæði skaltu skoða http://www.microsoft.com/worldwide/.
FTC Persónuverndarframtak
Öryggi heimavið
Trustworthy Computing