Samningur um þjónustu Microsoft

Lesa skal allan samninginn og prenta hann til varðveislu.

Samningur um þjónustu Microsoft

MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA EÐA NOTA ÞJÓNUSTU ÞÁ SAMÞYKKIR ÞÚ AÐ VERA BUNDIN(N) AF SAMNINGI ÞESSUM, NOTENDASKILMÁLUM OG GAGNALEYNDARYFIRLÝSINGU VEFSETURSINS OG ÞEIM REGLUM SEM SETTAR ERU Á ÞESSU VEFSETRI, SEM ALLAR ERU FELLDAR INN Í OG TELJAST HLUTI ÞESSA SAMNINGS.

ÞÚ STAÐFESTIR EINNIG AÐ ÞÚ HAFIR LESIÐ OG SKILIÐ ÖLL ÁKVÆÐI SAMNINGSINS. KOMI UPP ÞÆR AÐSTÆÐUR AÐ ÞESSI SAMNINGUR OG GILDANDI ÞJÓNUSTUSAMNINGUR ÞINN VIÐ MICROSOFT (EF EINHVER ER) STANGIST Á, GILDA ÁKVÆÐI OG SKILMÁLAR Í GILDANDI ÞJÓNUSTUSAMNINGI ÞÍNUM VIÐ MICROSOFT. EF ÞÚ SAMÞYKKIR EKKI AÐ VERA BUNDIN(N) AF ÁKVÆÐUM OG SKILMÁLUM ÞESSUM SKALTU HAFA SAMBAND VIÐ OKKUR INNAN 72 KLST. FRÁ KAUPUM TIL AÐ FÁ ENDURGREIÐSLU OG ÓSKAÐU OG NOTAÐU ÞÁ EKKI ÞJÓNUSTUNA.

Þessi þjónustusamningur Microsoft við viðskiptavini („samningurinn“) er gerður á milli þess aðila sem pantar þjónustu („þú“, „þinn“ eða „viðskiptavinur“) og næsta fyrirtækis sem tengist Microsoft og staðsett er í landi þínu eða svæði, nema annað sé tekið fram í 9. grein hér fyrir neðan („við“, „okkur“, „okkar“). „Tengt fyrirtæki“ er hvers kyns lögaðili sem þú eða við eigum, sem á ykkur eða okkur eða sem þú eða við eigum í sameiningu. „Eignarhald“ merkir meira en 50% eign.

Ákvæði og skilmálar:

1.ÞJÓNUSTA. Við samþykkjum að veita þá þjónustu sem þú kaupir eins og henni er lýst á vefsetri þjónustuleiðbeininga (sem nefnd er „leiðbeiningar um þjónustu“) og nota til þess sanngjarna viðskiptahætti. Slóðin að vefsetrinu fyrir leiðbeiningar um þjónustu er: http://support.microsoft.com. Ef slóðin breytist af einhverjum ástæðum munum við útvega þér nýju slóðina ef þú óskar þess.

Notkun þín á þjónustunni lýtur þessum samningi og leiðbeiningum um þjónustu við viðskiptavini, sem hér með eru felldar inn í samning þennan með tilvísun. Komi upp þær aðstæður að samningur þessi og leiðbeiningar um þjónustu við viðskiptavini stangist á, skal þessi samningur gilda.

Geta okkar til að veita þjónustuna veltur á því að þú veitir okkur fulla samvinnu á tilsettum tíma, auk þess sem upplýsingar sem þú veitir verða að vera bæði réttar og fullnægjandi.

2.EIGNARHALD OG LEYFI.

a.Bætur (e. fixes). Við veitum þér varanlegt leyfi, sem felur ekki í sér einkarétt og er að fullu greitt, til að nota og gera afrit af bótum sem við eða fulltrúar okkar afhendum þér og eru eingöngu til notkunar innanhúss í fyrirtæki þínu. Bætur má ekki selja eða dreifa í endursölu til ótengds þriðja aðila. Nema annað sé tekið fram í þessum samningi lúta leyfisréttindi, sem veitt eru með bótunum, leyfissamningi fyrir þá vöru sem bótin er gerð fyrir eða, ef bótin er ekki veitt fyrir tiltekna vöru, hvers kyns öðrum notkunarákvæðum sem við veitum. Notkun þín á vörunni lýtur leyfissamningnum fyrir vöruna. Þú berð ábyrgð á því að greiða fyrir leyfi fyrir vörunni. „Vara/vörur“ felur í sér hvers kyns tölvukóða, þjónustu á netinu eða efni sem samanstendur af vörum sem gefnar eru út sem markaðsvörur, sem forútgáfur eða beta-vörur (hvort sem greiða þarf fyrir leyfi eða ekki) og hvers kyns afleiður af áðurnefndum vörum sem við eða fulltrúi okkar veitir þér aðgang að gegn leyfi sem gefið er út af okkur, fyrirtæki tengdu okkur eða þriðja aðila. „Bætur (e. fixes)“ felur í sér bætur á vörum sem við höfum annað hvort gefið út í almennri dreifingu (eins og þjónustupakka fyrir markaðsvörur) eða sem við eða fulltrúi okkar afhendir þér þegar þjónusta er veitt (eins og hjáleiðir, villuleiðréttingar, bætur fyrir beta-útgáfur af vörum og vistþýddar beta-útgáfur) og hvers kyns afleiður af þeim vörum sem áður eru nefndar. Ekki er heimilt að breyta, bakhanna, bakþýða, baksmala, breyta skráarheiti þeirra bóta sem þú færð í hendur eða sameina þær öðrum tölvukóða sem ekki kemur frá Microsoft.
b.Verk sem þegar er fyrir hendi. Öll réttindi sem felast í hvers kyns tölvukóða eða skrifuðu efni („efni“) sem ekki er byggt á tölvukóða, sem við eða fyrirtæki tengd okkur, eða þú eða fyrirtæki tengd þér, hafa þróað eða fengið á annan hátt, burtséð frá þessum samningi („verk sem fyrir er“), skal einvörðungu vera eign þess aðila sem útvegar verkið sem þegar er fyrir hendi. Þegar þjónustan er veitt gefur hvor aðili hinum aðilanum (og verktökum okkar eftir því sem nauðsyn krefur) tímabundið leyfi sem felur ekki í sér einkarétt, til að nota, afrita og breyta hvers kyns verki sem fyrir er og notað er einvörðungu við veitingu þjónustunnar. Við veitum þér leyfi sem er varanlegt, að fullu greitt og felur ekki í sér einkarétt, til að nota, afrita og breyta (ef við á) verki okkar sem fyrir er í því formi sem þú fékkst það afhent og sem við skiljum við hjá þér þegar þjónustu okkar lýkur, til notkunar á hvers kyns þróunarstigum (ef við á). Leyfisréttindin, sem veitt eru vegna verks okkar sem þegar er fyrir hendi, takmarkast við notkun innanhúss í fyrirtæki þínu og er ekki heimilt að selja það eða dreifa í endursölu til ótengds þriðja aðila.
c.Verk í þróun. Við veitum þér varanlegan rétt, sem felur þó ekki í sér einkarétt, til að nota, afrita og breyta hvers kyns tölvukóða eða efni (að undanskildum bótum og verkum sem fyrir eru) sem við skiljum við hjá þér eftir að þjónustu okkar lýkur („verk í þróun“) einvörðungu til notkunar innanhúss í viðskiptastarfsemi þinni. Verk í þróun má ekki selja eða dreifa í endursölu til ótengds þriðja aðila.
d.Kóðasýnishorn. Auk þeirra réttinda sem tilgreind eru í kaflanum að ofan um verk í þróun er þér einnig veittur varanlegur réttur sem ekki er einkaréttur til að afrita og dreifa í endursölu tölvukóða í formi viðfangskóða sem við veitum þér sem sýnishorn („kóðasýnishorn“) svo fremi að þú samþykkir: (i) að nota ekki nafn okkar, merki eða vörumerki í markaðssetningu á hugbúnaði þínum þar sem kóðasýnishornið er fellt inn, (ii) að láta fylgja gilda yfirlýsingu um höfundarrétt með hugbúnaði þínum þar sem kóðasýnishornið er fellt inn; og (iii) að tryggja okkur, votta um skaðleysi okkar og verja okkur og birgja okkar fyrir og gegn hvers kyns kröfum og lögsóknum, þóknun lögmanns þar innifalin, sem kunna að koma upp eða eiga rætur að rekja til notkunar eða dreifingar á kóðasýnishorninu.
e.Hömlur á leyfi fyrir opinn kóða. Þar sem tiltekin ákvæði í leyfum frá þriðja aðila krefjast þess að tölvukóði sé almennt (i) veittur í formi frumkóða til þriðja aðila; (ii) með leyfi til þriðja aðila til að gera af honum afleidd verk; eða (iii) megi dreifa til þriðja aðila án endurgjalds (almennt „ákvæði leyfis fyrir opinn kóða“), fela leyfisréttindin sem hvor aðili hefur veitt með hvers kyns tölvukóða (eða hvers kyns hugverkum sem því tengjast) ekki í sér leyfi, rétt, vald eða heimild til að innifela, breyta, sameina og/eða dreifa þeim tölvukóða með hvers kyns öðrum tölvukóða á þann hátt sem myndi skylda tölvukóða annars aðila til að lúta ákvæðum leyfis fyrir opinn kóða.
Enn fremur ábyrgist hvor aðili að hann muni ekki veita eða gefa hinum aðilanum tölvukóða sem háður er ákvæðum leyfis fyrir opinn kóða.
f.Réttindi tengdra fyrirtækja. Heimilt er að framselja réttindi sem kveðið er á um í þessum hluta til aðila tengdum þér, aðilar tengdir þér mega ekki framselja þessi réttindi og notkun aðila tengdum þér verður að vera í samræmi við leyfisákvæði þessa samnings.
g.Réttur áskilinn. Allur réttur sem ekki er veittur í orði kveðnu í þessum hluta er áskilinn.

3.TRÚNAÐUR. Ákvæði og skilyrði þessa samnings eru trúnaðarmál, og sá aðilanna sem tekur við upplýsingum af öllu tagi sem annar hvor aðila auðkennir sem „trúnaðarmál“ og/eða „einkamál“, eða sem, undir öllum kringumstæðum, ætti að meðhöndla í allri sanngirni sem trúnaðarmál og/eða einkamál („trúnaðarupplýsingar“), mun ekki veita þeim til þriðja aðila án skýrs samþykkis hins aðilans nema, samkvæmt ákvæðum þessa samnings, fimm (5) árum eftir birtingu hans. Þessar trúnaðarskyldur skulu ekki ná yfir hvers kyns upplýsingar sem (i) verða kunnar aðila sem við þeim tekur frá öðrum en þeim aðila sem þær veitir á annan hátt en með broti á trúnaðarskyldu gagnvart veitandi aðila, (ii) eru, eða verða, almenningi kunnar á annan hátt en með broti aðila sem við þeim tekur, eða (iii) viðtakandi aðili þróar eftir eigin leiðum. Okkur er heimilt að nota hvers kyns tæknilegar upplýsingar sem fást af því að veita þjónustu tengda vöru okkar við úrlausn vandamála, úrræðaleit, endurbætur og bætur á virkni vöru, sem og fyrir þekkingargrunn okkar. Við samþykkjum að auðkenna þig ekki né veita nokkrar þær trúnaðarupplýsingar þínar sem varða hvers kyns upplýsingar í þekkingargrunni okkar.

4.ÁBYRGÐ, AFSAL ÁBYRGÐAR. 

a.ENGIN ÁBYRGÐ. VIÐ UNDANSKILJUM OKKUR ÖLLU FYRIRSVARI, ÁBYRGÐ OG SKILYRÐUM, HVORT SEM ÞAU ERU BEIN, ÓBEIN EÐA LÖGBOÐIN, ÞAR Á MEÐAL, EN EKKI TAKMARKAÐ VIÐ, FYRIRSVAR, ÁBYRGÐ OG SKILYRÐI UM EIGNARHALD, HELGI EIGNARRÉTTAR, FULLNÆGJANDI ÁSTAND EÐA GÆÐI, SÖLUHÆFNI OG NOTAGILDI Í ÁKVEÐNUM TILGANGI, SEM VARÐAR ALLA ÞJÓNUSTU EÐA ANNAÐ EFNI EÐA UPPLÝSINGAR SEM VIÐ VEITUM, AÐ ÞVÍ MARKI SEM GILDANDI LÖG LEYFA.
b.Gildissvið staðbundinna laga.  Ef gildandi lög veita þér óbeina skilmála af einhverju tagi, þrátt fyrir undanþágur og takmarkanir í þessum samningi, þá takmarkast aðgerðir þínar samkvæmt okkar ákvörðun, þegar um þjónustu er að ræða, við annað hvort (i) endurveitingu þjónustunnar eða (ii) kostnað við endurveitingu þjónustunnar (ef við á), og þegar um vörur er að ræða við (i) skipti á vörum eða (ii) leiðréttingu á göllum í vörunum, að því marki sem gildandi lög leyfa. Röðin sem þessar takmörkuðu úrbætur verða látnar í té verður ákveðin af okkur.

5.TAKMÖRKUN SKAÐABÓTAÁBYRGÐAR, UNDANÞÁGUR. 1) HEILDARSKAÐABÓTAÁBYRGÐ OKKAR TAKMARKAST VIÐ ÞÁ FJÁRHÆÐ SEM ÞÚ HEFUR GREITT FYRIR ÞJÓNUSTUNA BURTSÉÐ FRÁ ÁSTÆÐUNNI SEM LIGGUR KRÖFU ÞINNI TIL GRUNDVALLAR; 2) HVORUGUR AÐILA BER ÁBYRGÐ Á HINUM AÐILANUM VEGNA ORSAKATENGDS, SÉRSTAKS, ÓBEINS EÐA TILVILJANAKENNDS TJÓNS AF NOKKRU TAGI, HAGNAÐAR- EÐA VIÐSKIPTATAPS, VEGNA MÁLS SEM TENGIST SAMNINGI ÞESSUM, ÞJÓNUSTU AF NOKKRU TAGI EÐA ÖÐRU EFNI EÐA UPPLÝSINGUM SEM VIÐ VEITUM, JAFNVEL ÞÓTT TILKYNNT HAFI VERIÐ UM MÖGULEIKANN Á SLÍKU TJÓNI EÐA EF SLÍKUR MÖGULEIKI TELJIST MEÐ GÓÐU MÓTI FYRIRSJÁANLEGUR, OG 3) HAFI ÞJÓNUSTAN Í EINHVERJUM TILVIKUM VERIÐ VEITT ÁN ENDURGJALDS VERÐUR HEILDARSKAÐABÓTAÁBYRGÐ OKKAR GAGNVART ÞÉR EKKI HÆRRI EN $5,00 EÐA SEM SAMSVARAR ÞVÍ Í GJALDMIÐLI SEM GILDIR Á HVERJUM STAÐ. ÞESSI UNDANÞÁGA FRÁ SKAÐABÓTAÁBYRGÐ NÆR EKKI YFIR SKAÐABÓTAÁBYRGÐ ANNARS AÐILANS GAGNVART HINUM VEGNA BROTS Á TRÚNAÐARSKYLDUM, HUGVERKARÉTTI HINS AÐILANS EÐA ÞEGAR UM ER AÐ RÆÐA SVIK, STÓRKOSTLEGT GÁLEYSI EÐA VÍSVITANDI MISFERLI EÐA VEGNA DAUÐA EÐA MEIÐSLA Á FÓLKI SEM ORSAKAST AF VANRÆKSLU HINS AÐILANS. ÞAR SEM SUM RÍKI OG LÖGSAGNARUMDÆMI HEIMILA EKKI ÚTILOKUN EÐA TAKMARKANIR Á ÁBYRGÐ FYRIR AFLEITT EÐA TILFALLANDI TJÓN, GÆTU TAKMARKANIRNAR AÐ OFAN EKKI ÁTT VIÐ.

6.SKATTAR. Þær fjárhæðir sem greiða skal okkur samkvæmt þessum samningi fela ekki í sér skatta af nokkru tagi, hvorki útlenda, skatta bandarísku alríkisstjórnarinnar, fylkisskatta, héraðsskatta, staðbundna skatta, skatta sveitarfélaga eða aðra stjórnsýslulega skatta (þ.m.t., án takmörkunar, hvers kyns viðeigandi virðisauka-, sölu- eða neysluskatta) sem þú skuldar einvörðungu af völdum þess að gera þennan samning. Við berum ekki ábyrgð á neinum sköttum sem þér ber skylda til að greiða skv. lögum. Öll slík gjöld (þ.m.t., en ekki takmarkað við, tekjuskatta eða skatta af heildarsöluandvirði, skatta á sérleyfi og/eða eignarskatta) eru fjárhagsleg ábyrgð þín.

7.UPPSÖGN.  Hvor aðila getur rift þessum samningi ef hinn aðilinn (i) hefur gerst brotlegur eða sekur um vanefndir á hvers kyns skyldu og sem ekki er lagfært innan 30 daga frá því að tilkynnt er um slíkt brot eða (ii) greiðir ekki reikninga sem hafa verið gjaldfallnir í meira en 60 daga. Þú samþykkir að greiða öll gjöld fyrir veitta þjónustu og kostnað sem af því hlýst.

8.ÝMISLEGT. Þessi samningur felur í sér samþykkt beggja aðila í heild sinni varðandi málefnið sem um ræðir, og hnekkir öllum fyrri eða núgildandi samskiptum. Allar tilkynningar, heimildir og beiðnir sem gefnar eru eða gerðar í tengslum við þennan samning skal senda í pósti, með hraðsendingarþjónustu eða í símbréfi á þau heimilisföng sem gefin eru upp í þessum samningi. Tilkynningar teljast afhentar skv. þeirri dagsetningu sem sýnd er á viðtökukvittun frá pósthúsi eða hraðsendingarþjónustu eða á staðfestingu á sendingu símbréfs. Ekki er heimilt að framselja þennan samning án skriflegs samþykkis okkar, en ekki verður neitað um slíkt samþykki nema gild ástæða liggur fyrir. Þú og við samþykkjum að lúta öllum alþjóðlegum lögum og landslögum sem ná yfir þennan samning. Samningur þessi lýtur lögum Washington fylkis hafi þjónusta verið keypt í Bandaríkjunum, lögum Írlands hafi þjónusta verið keypt í einhverju Evrópulandi eða á Evrópsku landsvæði, í Mið-Austurlöndum eða Afríku (,,EMEA’’), eða löggjöf þeirrar lögsögu þar sem tengt fyrirtæki sem lætur þjónustu í té er staðsett hafi þjónusta verið keypt utan Bandaríkjanna eða EMEA.° Málaferli sem hafin eru á grundvelli þessa samnings skulu fara fram fyrir alríkisdómstól eða fyrir fylkisdómstól í Washington fylki hafi þjónusta verið keypt í Bandaríkjunum, fyrir dómstólum á Írlandi hafi þjónusta verið keypt í einhverju landi eða á svæði innan EMEA, eða fyrir dómstólum innan þeirrar lögsögu þar sem tengt fyrirtæki sem lét þjónustuna í té er staðsett hafi þjónusta verið keypt utan Bandaríkjanna eða EMEA. Engu að síður kemur það ekki í veg fyrir að annar hvor aðilanna getur leitað eftir dómsúrskurði um lögbann vegna brots á hugverkarétti eða trúnaðarskyldum hjá öllum viðeigandi dómstólum. Þeir hlutar þessa samnings sem fjalla um takmarkanir á notkun, gjöld, trúnað, eignarhald og leyfi, enga ábyrgð, takmarkanir á skaðabótaábyrgð, uppsögn og ýmislegt, munu standast hvers kyns uppsögn eða úreldingu þessa samnings. Komist dómstóll að þeirri niðurstöðu að eitthvert ákvæði þessa samnings sé ólöglegt, ógilt eða því sé ekki hægt að framfylgja, halda önnur ákvæði samningsins gildi sínu að fullu og samningsaðilar munu breyta samningnum til að ákvæðið sem um ræðir haldi gildi sínu að því marki sem mögulegt reynist. Ekkert afsal á rétti til riftunar samnings vegna brota á ákvæðum samningsins felur í sér afsal á rétti vegna nokkurs annars brots, og ekkert slíkt afsal telst gilt nema það fari fram skriflega og sé undirritað af fulltrúa sem sá aðili sem afsalar sér slíkum rétti hefur veitt til þess heimild. Að greiðslu á hvers kyns útistandandi fjárhæð frátalinni, skal hvorugur aðila bera ábyrgð á töfum á frammistöðu eða frammistöðuleysi af völdum atburða sem eru ekki á þeirra valdi. Það er yfirlýstur vilji samningsaðila að samningurinn sé ritaður á íslensku. C’est la volonté exprèsse des parties que la présente convention ainsi que les documents qui s’y rattachent soient rédigés en islandais.

9.SAMNINGSAÐILI MICROSOFT. Samningsaðili að hálfu Microsoft fyrir þennan samning er Microsoft Regional Sales Corporation ef þú ert staðsett/ur í eftirfarandi löndum/svæðum: Ástralíu, Bangladess, Hong Kong, Indlandi, Indónesíu, Kóreu, Malasíu, Nýja Sjálandi, Filippseyjum, Singapúr, Srí Lanka, Taívan, Taílandi og Víetnam. Samningsaðili að hálfu Microsoft fyrir þennan samning er Microsoft Ireland Operations, Limited ef þú ert staðsett/ur í Evrópu, Miðausturlöndum eða Afríku.

Síðast uppfært: júní 2007

Síðasta endurskoðun : 22. október 2009